Dúbaí-súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur. Súkkulaðið er þekkt fyrir ríkulega grænlita fyllingu með sérstaktri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif deigi, sem er eins konar smjördeig sem er notað í bakstur í Miðaustur löndum.
„Þessi fylling var himnesk og ef þið ætlið að hafa bollukaffi um helgina og viljið slá í gegn þá mæli ég með þessu,“ segir Rakel María.
Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu
Pistasíu fylling
30 gr smjör
100 gr Kadayif-deig
180 gr pistasíukrem
Rjómaosta fylling
200 gr rjómaostur
20 gr sykur
1/2 tsk vanilludropar
Súkkulaði ganache
100 ml rjómi
150 gr rjómasúkkulaði
200 gr rjómi
Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: