Barcelona valtaði yfir Real Sociedad í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 og Barcelona er komið á toppinn.
Orri Steinn var í byrjunarliði Sociedad sem var orðið manni færri eftir aðeins 17 mínútur þegar hinn þrítugi Aritz Elustondo fékk beint rautt spjald í liði gestanna.
Það nýttu heimamenn sér en Dani Olmo lagði upp tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var úti. Gerard Martin skoraði fyrra markið og Marc Casado að síðara. Staðan 2-0 í hálfleik.
Ronald Araújo bæti við þriðja markinu og Robert Lewandowski því fjórða eftir undirbúning Araújo. Staðan því 4-0 þegar Orri Steinn var tekinn af velli á 77. mínútu.
Lokatölur leiksins 4-0 og Barcelona komið á toppinn með 57 stig. Þar á eftir kemur Atlético Madríd með 56 stig og Real Madríd með 54 stig. Orri Steinn og félagar eru í 9. sæti með 34 stig.