Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðstæður kennara hafa verið sérstakar. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. „Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
„Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02