Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðstæður kennara hafa verið sérstakar. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. „Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02