Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:30 Helmingur allra blaðamanna á Grænlandi vinna við fréttadeild ríkisútvarpsins. Kalaallit Nunaata Radioa Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira