Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 15:05 Hátíðin byrjar alltaf á hópreið út á Mývatni þar sem þátttakan er alltaf góð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend
Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira