Elfsborg fékk sjö stig af níu mögulegum í riðlinum og vann hann. Liðið er því komið áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.
Júlíus var fyrirliði Fredrikstad sem varð norskur bikarmeistari á síðasta tímabili og varð einnig tvisvar sinnum bikarmeistari með Víkingi hér heima. Hver veit nema hann verði bikarmeistari í þriðja landinu?
Hlynur Freyr Karlsson lék allan leikinn í miðri vörn Brommapojkarna sem fékk fimm stig og endaði í 2. sæti riðilsins.
Gottfried Rapp kom Elfsborg yfir á 9. mínútu en Love Arrhov jafnaði metin fyrir Brommapojkarna á 71. mínútu og þar við sat.