Innlent

Vanda­samt starf að stýra 2100 manna fundi

Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Birgir Ármannsson er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór. 

Hann segir fundinn hafa gengið vel hingað til og fundarmenn verið samvinnuþýðir í tengslum við framkvæmd fundarins. Reynslan sem forseti Alþingis komi sér vel á fundinum. 

„Þetta er líka svolítið sérstök samkoma. Risastór fundur þar sem þarf að afgreiða fullt af hlutum. Mjög þétt skipuð dagskrá. En þetta hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Birgir. 

Landsfundurinn sé sá stærsti til þessa. 

„Það eru að mér skilst rúmlega 2100 manns sem eru þátttakendur í fundinum. Og það er svolítið mál að skipuleggja þetta allt saman og láta þetta ganga upp,“ segir Birgir í samtali við fréttamann sem náði tali af honum eftir kveðjustund Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins. 

Er góður andi hjá öllum fylkingum?

„Já ég vona að það sé og haldist út fundinn.“

Beina útsendingu frá fundinum má nálgast í fréttinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×