Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 20:05 Séra Úlfar er mjög flinkur og ótrúlega góður að hitta kúlunum ofan í götin þrátt fyrir að vera lögblindur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Úlfar Guðmundsson, prestur og fyrrverandi prófastur í Árnesprófastsdæmi stundar sín áhugamál af miklum krafti komin vel á níræðis aldur en það er snóker og bridds. Það sem meira er, Úlfar er lögblindur en lætur það ekki stoppa sig. Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við. Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við.
Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira