Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 20:05 Séra Úlfar er mjög flinkur og ótrúlega góður að hitta kúlunum ofan í götin þrátt fyrir að vera lögblindur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Úlfar Guðmundsson, prestur og fyrrverandi prófastur í Árnesprófastsdæmi stundar sín áhugamál af miklum krafti komin vel á níræðis aldur en það er snóker og bridds. Það sem meira er, Úlfar er lögblindur en lætur það ekki stoppa sig. Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við. Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við.
Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira