Lífið

Danir senda annan Færeying í Euro­vision

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jóhanna er annar Færeyingurinn á jafnmörgum árum til að keppa fyrir hönd Danmerkur.
Jóhanna er annar Færeyingurinn á jafnmörgum árum til að keppa fyrir hönd Danmerkur. Eurovoix

Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.

Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu en fréttamaður á þeirra vegum var staddur á úrslitakeppninni og náði tali af nýkrýndum sigurvegaranum og Eurovision-faranum.

„Áhorfendurnir voru frábærir og mér fannst eins og þeir héldu allir með mér,“ segir Jóhanna.

https://www.google.com/search?sca_esv=cd75d570c707befa&rlz=1C1GCEA_enIS1081IS1086&sxsrf=AHTn8zqhgaQDoji3fJe0ENpOGE6Gsn208Q:1740873916844&q=sissal+hallucination&udm=7&fbs=ABzOT_CWdhQLP1FcmU5B0fn3xuWp6IcynRBrzjy_vjxR0KoDMuRqhRxkdGgKzs52-1TZixcd6cl_RQDcGHq9wWJQA8fHPo71nYM3ZdGCHfE77fbwPhHXVjFemtvDNtJKZ3eqTKhnN1LevZIOGhv4Ph0QbS6Vg1eNmJdBnhaysk6kCK-8ZnPmZoM&sa=X&sqi=2&ved=2ahUKEwik86XbjOqLAxUJXEEAHYLtDDkQtKgLegQIHhAB&biw=1920&bih=953&dpr=1#fpstate=ive&vld=cid:910c6c77,vid:YRe0ciXdIzY,st:0

Jóhanna söng lagið Hallucination sem má útleggja sem ofsjónir og var hún talin sigurstranglegust samkvæmt fréttum danska ríkisútvarpsins. Hún sagðist þó alls ekki hafa gengið að sigrinum vísum.

Danirnir vona greinilega að þeim takist að snúa við hörmulegu gengi landsins í Eurovision undanfarin ár en danskt framlag hefur ekki náð í lokakeppnina frá árinu 2019 og er því það land sem hefur oftast í röð ekki komist áfram.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Danmörk sendir Færeying sem sinn fulltrúa í keppnina en árið 2023 keppti Rani Petersen fyrir þeirra hönd og söng lagið Breaking My Heart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.