Körfubolti

„Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR-ingurinn Þorvaldur Orri fann sig vel um helgina.
KR-ingurinn Þorvaldur Orri fann sig vel um helgina. Vísir/Bára Dröfn

„Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti.

Þorvaldur Orri hjálpaði Njarðvík í undanúrslit Bónus-deildar karla í körfubolta á síðustu leiktíð. Hann sneri svo aftur í raðir uppeldisfélagsins en hefur ekki komist í hæstu hæðir á yfirstandandi tímabili. Þessi 22 ára leikmaður átti hins vegar virkilega góðan leik þegar KR vann mikilvægan sigur á Hetti.

„Hefur leyft öðrum að blómstra og leyft öðrum að vera með ábyrgðina. Fannst eins og hann væri meira afgerandi leikmaður með Njarðvík í fyrra. Kannski er það leikstíllinn eða eitthvað annað sem er ekki að henta honum. Hann kom sýndi það (gegn Hetti) að hann er með gæði,“ bætti Sævar við.

„Það gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er. Kjarninn sem er þarna fyrir er virkilega góður, þéttur og spilar vel saman. Hann, sem svona fimmta púslið inn í þetta, ef hann sinnir sínu hlutverki vel er það auka risaskref sem KR getur tekið,“ bætti Pavel Ermolinskijvið.

Í spilaranum hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Þorvald Orra og stöðu KR í deildinni en liðið er í þéttum pakka sem berst um sæti í úrslitakeppninni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×