Körfubolti

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már kann vel við sig í gulu en liðinu gengur illa að vinna leiki.
Elvar Már kann vel við sig í gulu en liðinu gengur illa að vinna leiki. maroussi

Körfuknattleiksliðið Maroussi tapaði i kvöld 14. deildarleik sínum á tímabilinu. Elvar Már Friðriksson átti fínan leik en það dugði ekki til.

Maroussi fékk topplið Panathinaikos í heimsókn en gestirnir höfðu fyrir leik kvöldsins unnið alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í kvöld þar sem gestirnir unnu sjö stiga sigur, lokatölur 95-102.

Elvar Már Friðriksson átti virkilega flottan leik í liði Maroussi. Skoraði hann 16 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók eitt frákast.

Maroussi hefur aðeins unnið fimm leiki á tímabilinu og situr á botni deildarinnar sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×