„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. mars 2025 21:39 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum fyrr í vetur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira