„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. mars 2025 21:39 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum fyrr í vetur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira