Innlent

Þak flettist af húsi í Sand­gerði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ákveðið var að taka þakjárnið af og koma því inn.
Ákveðið var að taka þakjárnið af og koma því inn. Sigurvon

Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 

Þegar komið var á vettvang kom í ljós að þakið var að „flettast af húsinu í heilu lagi“, segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni.

Var það niðurstaða manna að öruggast væri að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Skotbómulyftari var fenginn í verkið og aðgerðum lokið klukkan fimm í morgun.

Sigurvon
Sigurvon
Sigurvon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×