Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. mars 2025 10:27 Ristil- og endaþarmskrabbamein telja um tíu prósent af öllum krabbameinum sem greinast á Íslandi. Einn af hverjum 20 greinist með meinið. Stöð 2 Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. „Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“ Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
„Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“
Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent