Tónlist

Daniil og Birnir í eina sæng

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rapparinn Daniil var að gefa út lag ásamt Birni.
Rapparinn Daniil var að gefa út lag ásamt Birni. Saga Sig

„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN.

Lagið er fyrsta lag af komandi plötu Daniils en án þess að vilja gefa of mikið upp segir hann breiðskífuna væntanlega fljótlega.

Þeir voru sömuleiðis að gefa út tónlistarmyndband sem unnið er af leikstjóranum Gunnari Degi oft er kenndur við listakollektívið Fly.south.

Hér má sjá tónlistarmyndbandið:

Klippa: Daniil ft. Birnir - Hjörtu

Bæði Daniil og Birnir hafa gefið af sér gott orð undanfarin ár og eru með vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Það eru því stórar fregnir í rappbransanum hérlendis að þeir komi saman á þessu sumarlega popplagi.

„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og það hefur lengi verið í planinu að koma honum á lag. Hann átti upprunalega að vera með á Ef Þeir Vilja Beef en það gekk ekki alveg upp en svo gekk þetta upp hjá okkur núna,“ segir Daniil en síðastnefnda lagið er hans stærsta hingað til og fékk hann Joey Christ með sér í lið þar.

„Þetta er fyrsti singúllinn af nýju plötunni og ég hlakka til að fólk fái að heyra meira.“

Hér má heyra lagið Hjörtu á streymisveitunni Spotify.


Tengdar fréttir

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.

Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum

Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.