Innlent

Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Björgunarsveitir telja sig vita hvar bílarnir eru, og hafa merkt þá með baujum.
Björgunarsveitir telja sig vita hvar bílarnir eru, og hafa merkt þá með baujum. Vísir/Sigurjón

Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að nú væru kafarar í startholunum til þess að sækja tvö bílflök sem enduðu í sjónum þegar alda hrifsaði þá ásamt mönninum. Björgunarsveitir telja sig vita hvar bílarnir eru, og hafa merkt þá með baujum.

Áður en aldan kom var annar maðurinn í öðrum bílnum en hinn hafði stigið úr honum.

Kafarar eru í startholunum.Vísir/Sigurjón

Mikið viðbragð björgunarsveita var á vettvangi. Mennirnir komust upp úr. Þeir voru fluttir á sjúkrastofnun á Akranesi, og í kjölfarið var annar þeirra sendur til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar.

Líkt og áður segir eru kafarar nú tilbúnir að fara eftir bílunum, en þó hefur verið tekin ákvörðun um að þeir verði ekki sendir nema að það sé talið óhætt.


Tengdar fréttir

Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó

Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×