Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2025 20:11 Fyrirtækjaeigendur sem hafa aðsetur við Fiskislóð á Granda í Reykjavík eru í hálfgerðu áfalli eftir lægðagang helgarinnar. Rúður brotnuðu, sjór gekk á land og það brotnaði úr varnargarðinum. Gríðarlegt tjón blasir við. Vísir/Stefán Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“ Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“
Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27