Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 09:01 Virgil van Dijk og Mohamed Salah gætu átt eftir að handleika bikarinn í Meistaradeild Evrópu, í München 31. maí. Getty Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina. Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira