„Þetta var gott próf fyrir okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var brattur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
„Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira