Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 14:03 Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun