Samkvæmt upplýsingum frá Olís hringdu viðskiptavinir inn og létu vita af biluninni í morgun. Hún hafi ekki varað lengi. Fyrir vikið gátu einhverjir viðskiptavinir stöðvarinnar fyllt á hefðbundinn fólksbíl fyrir tæpar þrettán hundruð krónur í staðinn fyrir tæpar þrettán þúsund krónur.
Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni keypti ökumaður stærri bifreiðar sér rúmlega 72 lítra af eldsneyti fyrir rúmar 2.300 krónur. Villan sparaði honum þannig um tuttugu þúsund krónur.