Hætti sem landsliðsþjálfari eftir spurningar um kókaínbrot Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 13:15 Tobias Bergman var gómaður með kókaín í fórum sínum á skemmtistað í maí 2023 og það hefur nú kostað hann landsliðsþjálfarastarf. NTB/Johan Nilsson Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis, vegna dóms fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2023. „Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022. Borðtennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
„Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022.
Borðtennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira