Stuðningsmenn forsetans fögnuðu honum vel og innilega þegar hann gekk frjáls í dag, eftir fimmtíu og tvo daga í haldi.
Þrátt fyrir að þingið hafi sett Yoon af á sínum tíma er hann enn tæknilega forseti landsins því stjórnlagadómstóll á eftir að úrskurða í máli hans.
Yfir fimmtíu þúsund stuðningsmenn forsetans söfnuðust saman í höfuðborginni Seúl til að fagna frelsi forsetans, en hann mun þurfa að koma fyrir dóm síðar á þessu ári. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða jafnvel dauðarefsingu.