LeBron frá í vikur frekar en daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 23:17 Austin Reaves ræðir við LeBron James sem gat ekki klárað leikinn gegn Boston Celtics. Elsa/Getty Images Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar. Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira