„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2025 12:06 Margrét Sanders segir með ólíkindum hvernig vendingar urðu á lokastigum samingsgerðarinnar. Áhersla hafi verið lögð á samstöðu en á lokastigum stökk nýr borgarstjóri fram og sagðist alltaf hafa staðið með kennurum. Sem þýddi þá að aðrir gerðu það ekki. vísir/vilhelm Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ var meðal gesta í Sonum Egils á Samstöðinni í gær, en þar voru sveitarstjórnarmál undir og setti á ræðu þar sem hún fór í saumana á samningum sem gerðir voru við kennara. Hún var verulega ósátt og þá ekki síst við hlut nýs borgarstjóra: Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem jafnframt gegnir embætti formanns Samtaka sveitarfélaga. Ljóst er að samningarnir við kennara setja alla fjárhagsgerð sveitarfélaganna í uppnám og verkalýðsleiðtogar telja samningana setja markmið um að ná verðbólgu í uppnám. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi sendi til að mynda frá sér minnisblað í síðustu viku þar sem meðal annars segir: „Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru um 1.217 m.kr. eða 470 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Á ársgrundvelli eru hækkanirnar metnar 570 m.kr. og á samningstímabilinu eru áætluð heildaráhrif kr. 1.380 m.kr. að öðru óbreyttu.“ Kennarar fóru ekki í gegnum virðismat Margrét situr í stjórn samtaka sveitarfélaga og ljóst var að hún var örg og ósátt með hvernig hlutirnir þróuðust á lokasprettinum. „Það eru alltaf einhverjir að stíga fram og segja: Við viljum hækka laun kennara. Og þið eruð vonda fólkið, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þið viljið það ekki. Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ segist ekki skilja þá umræðu sem fór af stað á lokametrum samningsgerðar við kennara. Allt í einu sátu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn uppi með Svarta-Péturinn.vísir/vilhelm Og ég skil ekki þessa umræðu. Þessi umræða er galin og ég á von á því að þið á Akranesi vitið meira en margur því það hefur ekki komist nægilega til skila hvernig aðdragandinn að þessu var,“ sagði Margrét og vísaði til Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem situr beggja vegna borðs sem kennari og forseti bæjarstjórnar Akraness en Valgarð var meðal gesta í Sonum Egils. Margrét sagði þetta spurningu um virðismat, sem allar stéttir sem vinna hjá sveitarfélögum fari í gegnum. „Nema kennarar. Og það voru ekki bara kennarar sem skrifuðu undir 2016 um ákveðna breytingu á launum. Það voru líka fulltrúar hjá BSRB og BHM – háskólamenntaðir.“ Hvaðan koma þessi átta prósent? Margrét sagði að þá hafi verið að líta til þess að viðurkenning sem fælist í löngu og dýru háskólanámi. Um þetta hafði verið rætt innan stjórnar sveitarfélaganna, á öllum fundum og allir samstiga. „Stjórnin kom alltaf fram sem ein heild og viðurkenna að kennarar ættu að fá hækkun í gegnum virðismatið.“ Inn í þetta blandast svo að aðrar stéttir höfðu gert ákveðinn samning því við ætlum öll saman að ná niður verðbólgu. „Það er ekkert þannig að einhver eigi að fá meira. Og af hverju erum við að tala um kennarana? Því þeir áttu eftir að fara í gegnum starfsmatið. Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri og formaður Samtaka sveitarfélaga. Öll spjót standa nú á Heiðu en hún hefur ekki látið ná í sig í nokkra daga.vísir/vilhelm Menn verða að standa við samkomulag. Það sem sat í stjórninni var að kennarar vildu bara árssamning. Allir aðrir eru til 2028. Áttum við að fara að samþykkja 6 prósent og árssamning? Síðan kemur sáttasemjari með sex prósent inn á virðismatið, yrði ekki tekið í burtu og árs samning. Þetta sat í okkur en við ákváðum að samþykkja. Kennarar höfnuðu þeim samningi og vildu meira. Ekki endilega af því að kennarar voru að hafna því heldur af því að það kom einhver frá ríkinu og fór að tala um átta prósent. Það hefur ekki enn búið að gera upp hvaðan kom það?“ Vísir náði ekki í Margréti til að inna hana nánar eftir því hvað hún telur að hafi átt sér stað? Einelti gegn sveitarstjórnarfólki Margrét segir að allir hafi verið sammála um þessi sex prósent og að ættu þau inni. En svo verður þessi viðsnúningur. Þegar það kom upp urðu einkennilegar vendingar að mati Margrétar. „Þegar þetta kom upp fór ég ekki, birti myndir spurði: Hverju svaraðir þú? Finnst ykkur eðlilegt eineltið sem við í stjórninni urðum fyrir sem vorum búin að samþykkja þessa hækkun? Galið hvernig stigið var fram gagnvart stjórnarmönnum. Af hverju var það? Valgarður Lyngdal Jónsson segir að sérkennileg atburðarrás hafi átt sér stað á síðustu metrunum og hann sé ekki stoltur af því hvernig hans stéttarfélag, Kennarasambandið sem fram til þess tíma hafði ekki stigið feilspor í PR-málum, setti upp píluskotskífu og vildi líma andlit fólks þar á. Hann hefur ekki smekk fyrir slíku.vísir/arnar Vegna þess að stjórnin hitti síðan sáttasemjara og voru komin upp í átta prósent. Við viljum allaveganna hafa eitthvað í hendi. Það voru aðrir búnir að gera samninga sem sneru að því að ná niður verðbólgu.“ Margrét segist hafa mótmælt einu og öðru sem gamall kennari en þá hafi alltaf verið talað um mikilvægi samstöðunnar. „Átta prósent ganga ekkert upp gagnvart öðrum á vinnumarkaði. Við sáum bara í fréttum og svo kemur í fréttum að borgarstjóri stendur upp og kallar: Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur! Vorum við hin ekki með kennurunum? Hvað var þetta?“ Margrét segir að þarna hafi komið upp sérkennilegur misskilningur. „Og allt í einu sátum við uppi með Svarta-Pétur. Við í einhverri pólitík og ég vissi ekki hvaða pólitík það átti að vera. Þetta var innagreiðsla og allir í sama liðinu, við verðum að vera þar. Þetta er skrítin og óþægileg umræða.“ Að setja andlit fólks á píluskotskífu Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness, sem einnig var gestur þáttarins, tók undir þetta og sagði að skrítin atburðarás hafi orðið undir lok deilunnar, frá því að sáttasemjari leggur fram sína innanhússtillögu og þar til samið var rétt fyrir helgi. „Þá samþykkja kennarar innanhústillögu sáttasemjara, stjórn sambandsins hafnar henni. Ég hafði ekki smekk fyrir þessu nafnakalli sem þá fór af stað. Reyna að setja andlit fólks á píluskotskífur og eitthvað svoleiðis. Af hendi minna kollega, stéttarfélags, mér fannst það ekki smart því allan tímann fram að því höfðu kennarar staðið sig miklu betur í PR-dæmi í kringum þessa deilu en sambandið.“ Valgarður segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í kynningar- og fjölmiðlamálum sambandsins alla deiluna miðað við hversu öflugt kennarasambandið kom fram. „Fjárfestum í kennurum! Þeir unnu PR-stríðið í þessari deilu fram að þessu. Þarna var gengið of langt að ætla að kalla fram einn og einn einstakling og setja andlitið á honum á píluskotskífu.“ Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Ljóst er að samningarnir við kennara setja alla fjárhagsgerð sveitarfélaganna í uppnám og verkalýðsleiðtogar telja samningana setja markmið um að ná verðbólgu í uppnám. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi sendi til að mynda frá sér minnisblað í síðustu viku þar sem meðal annars segir: „Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru um 1.217 m.kr. eða 470 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Á ársgrundvelli eru hækkanirnar metnar 570 m.kr. og á samningstímabilinu eru áætluð heildaráhrif kr. 1.380 m.kr. að öðru óbreyttu.“ Kennarar fóru ekki í gegnum virðismat Margrét situr í stjórn samtaka sveitarfélaga og ljóst var að hún var örg og ósátt með hvernig hlutirnir þróuðust á lokasprettinum. „Það eru alltaf einhverjir að stíga fram og segja: Við viljum hækka laun kennara. Og þið eruð vonda fólkið, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þið viljið það ekki. Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ segist ekki skilja þá umræðu sem fór af stað á lokametrum samningsgerðar við kennara. Allt í einu sátu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn uppi með Svarta-Péturinn.vísir/vilhelm Og ég skil ekki þessa umræðu. Þessi umræða er galin og ég á von á því að þið á Akranesi vitið meira en margur því það hefur ekki komist nægilega til skila hvernig aðdragandinn að þessu var,“ sagði Margrét og vísaði til Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem situr beggja vegna borðs sem kennari og forseti bæjarstjórnar Akraness en Valgarð var meðal gesta í Sonum Egils. Margrét sagði þetta spurningu um virðismat, sem allar stéttir sem vinna hjá sveitarfélögum fari í gegnum. „Nema kennarar. Og það voru ekki bara kennarar sem skrifuðu undir 2016 um ákveðna breytingu á launum. Það voru líka fulltrúar hjá BSRB og BHM – háskólamenntaðir.“ Hvaðan koma þessi átta prósent? Margrét sagði að þá hafi verið að líta til þess að viðurkenning sem fælist í löngu og dýru háskólanámi. Um þetta hafði verið rætt innan stjórnar sveitarfélaganna, á öllum fundum og allir samstiga. „Stjórnin kom alltaf fram sem ein heild og viðurkenna að kennarar ættu að fá hækkun í gegnum virðismatið.“ Inn í þetta blandast svo að aðrar stéttir höfðu gert ákveðinn samning því við ætlum öll saman að ná niður verðbólgu. „Það er ekkert þannig að einhver eigi að fá meira. Og af hverju erum við að tala um kennarana? Því þeir áttu eftir að fara í gegnum starfsmatið. Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri og formaður Samtaka sveitarfélaga. Öll spjót standa nú á Heiðu en hún hefur ekki látið ná í sig í nokkra daga.vísir/vilhelm Menn verða að standa við samkomulag. Það sem sat í stjórninni var að kennarar vildu bara árssamning. Allir aðrir eru til 2028. Áttum við að fara að samþykkja 6 prósent og árssamning? Síðan kemur sáttasemjari með sex prósent inn á virðismatið, yrði ekki tekið í burtu og árs samning. Þetta sat í okkur en við ákváðum að samþykkja. Kennarar höfnuðu þeim samningi og vildu meira. Ekki endilega af því að kennarar voru að hafna því heldur af því að það kom einhver frá ríkinu og fór að tala um átta prósent. Það hefur ekki enn búið að gera upp hvaðan kom það?“ Vísir náði ekki í Margréti til að inna hana nánar eftir því hvað hún telur að hafi átt sér stað? Einelti gegn sveitarstjórnarfólki Margrét segir að allir hafi verið sammála um þessi sex prósent og að ættu þau inni. En svo verður þessi viðsnúningur. Þegar það kom upp urðu einkennilegar vendingar að mati Margrétar. „Þegar þetta kom upp fór ég ekki, birti myndir spurði: Hverju svaraðir þú? Finnst ykkur eðlilegt eineltið sem við í stjórninni urðum fyrir sem vorum búin að samþykkja þessa hækkun? Galið hvernig stigið var fram gagnvart stjórnarmönnum. Af hverju var það? Valgarður Lyngdal Jónsson segir að sérkennileg atburðarrás hafi átt sér stað á síðustu metrunum og hann sé ekki stoltur af því hvernig hans stéttarfélag, Kennarasambandið sem fram til þess tíma hafði ekki stigið feilspor í PR-málum, setti upp píluskotskífu og vildi líma andlit fólks þar á. Hann hefur ekki smekk fyrir slíku.vísir/arnar Vegna þess að stjórnin hitti síðan sáttasemjara og voru komin upp í átta prósent. Við viljum allaveganna hafa eitthvað í hendi. Það voru aðrir búnir að gera samninga sem sneru að því að ná niður verðbólgu.“ Margrét segist hafa mótmælt einu og öðru sem gamall kennari en þá hafi alltaf verið talað um mikilvægi samstöðunnar. „Átta prósent ganga ekkert upp gagnvart öðrum á vinnumarkaði. Við sáum bara í fréttum og svo kemur í fréttum að borgarstjóri stendur upp og kallar: Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur! Vorum við hin ekki með kennurunum? Hvað var þetta?“ Margrét segir að þarna hafi komið upp sérkennilegur misskilningur. „Og allt í einu sátum við uppi með Svarta-Pétur. Við í einhverri pólitík og ég vissi ekki hvaða pólitík það átti að vera. Þetta var innagreiðsla og allir í sama liðinu, við verðum að vera þar. Þetta er skrítin og óþægileg umræða.“ Að setja andlit fólks á píluskotskífu Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness, sem einnig var gestur þáttarins, tók undir þetta og sagði að skrítin atburðarás hafi orðið undir lok deilunnar, frá því að sáttasemjari leggur fram sína innanhússtillögu og þar til samið var rétt fyrir helgi. „Þá samþykkja kennarar innanhústillögu sáttasemjara, stjórn sambandsins hafnar henni. Ég hafði ekki smekk fyrir þessu nafnakalli sem þá fór af stað. Reyna að setja andlit fólks á píluskotskífur og eitthvað svoleiðis. Af hendi minna kollega, stéttarfélags, mér fannst það ekki smart því allan tímann fram að því höfðu kennarar staðið sig miklu betur í PR-dæmi í kringum þessa deilu en sambandið.“ Valgarður segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í kynningar- og fjölmiðlamálum sambandsins alla deiluna miðað við hversu öflugt kennarasambandið kom fram. „Fjárfestum í kennurum! Þeir unnu PR-stríðið í þessari deilu fram að þessu. Þarna var gengið of langt að ætla að kalla fram einn og einn einstakling og setja andlitið á honum á píluskotskífu.“
Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira