Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 15:03 George Clooney á kynningarviðburði á Broadway þann 6. febrúar síðastliðinn. Bruce Glikas/WireImage/Getty Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025 Hollywood Hár og förðun Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025
Hollywood Hár og förðun Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira