Malmö er komið í undanúrslit eftir 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu í framlengingu. Isaac Kiese Thelin tók vítið, skoraði og tryggði sínu liði sigurinn.
Júlíus lék allan leikinn á miðju Elfsborg.
Júlíus kom til Elfsborg í vetur frá norska liðinu Fredrikstad. Júlíus var fyrirliði Fredrikstad og tók við bikarnum eftir sigur liðsins í norsku bikarkeppninni á síðustu leiktíð.
Í undanúrslitum sænska bikarsins mætast því Häcken og Norrköping annars vegar og Malmö og IFK Göteborg hins vegar.