Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar 10. mars 2025 21:32 Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun