Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 10:26 Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, stillti sér upp fyrir myndatöku árið 2018. Það ár fór hann nokkrum sinnum hörðum orðum um Íslendinga. AP/Bullit Marquez Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar. Þetta sagði Duterte í ræðum árið 2018, eftir að íslenskir erindrekar, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi utanríkisráðherra, lögðu ályktun fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í forsetatíð hans. Sú ályktun snerist um að staða mannréttinda þar yrði rannsökuð. Sjá einnig: Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Í forsetatíð Rodrigo Duterte í Filippseyjum voru tugir þúsunda íbúa landsins teknir af lífi án dóms og laga. Margir voru skotnir á götu úti vegna ásakana um að þeir væru að selja fíkniefni eða neyta þeirra. Lögregluþjónar bönuðu fjölda fólks en fjölmargir voru myrtir af hópum manna sem ákváðu að taka lögin í hendur og fóru um götur borga og bæja Filippseyja í leit að meintum fíkniefnasölum og neytendum. Sjá einnig: „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Duterte hélt sjálfur út lista yfir stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi. Borgarstjóri sem hann setti á listann var skotinn til bana. Hann lét af embætti árið 2022 og er 79 ára gamall. New York Times birti í janúar viðtal við mann sem sagðist hafa myrt að minnsta kosti fimmtíu manns fyrir Duterte í gegnum árin. Eftir að forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) lýstu því yfir í upphafi 2018 að „fíkniefnastríð“ Duterte væri til rannsóknar sagði forsetinn þáverandi að Filippseyjar myndu segja sig frá Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og kallaði eftir því að fleiri gerðu það sama. Í júlí 2018, eftir að áðurnefnd ályktun var samþykkt af Mannréttindaráðinu, hélt Duterte ræðu þar sem hann sagði íslensku þjóðina gera lítið annað en að borða ís. Hún hefði engan skilning á vandamálum Filippseyja. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte þá og flakkaði hann milli ensku og filipino. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Það var svo í ágúst sama ár þegar Duterte blótaði Íslendingum í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin myndi frjósa í hel. Þá gagnrýndi hann einnig stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof en þetta sagði hann í ræðu sem átti að vera um landbúnað í Filippseyjum. „Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte. „Þessi drullusokkar.“ Seinna í sömu ræðu sagðist hann ekki skilja Íslendinga og kallaði okkur „asna“. „Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ sagði Duterte. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel.“ Filippseyjar Íslandsvinir Erlend sakamál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51 Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Þetta sagði Duterte í ræðum árið 2018, eftir að íslenskir erindrekar, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi utanríkisráðherra, lögðu ályktun fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í forsetatíð hans. Sú ályktun snerist um að staða mannréttinda þar yrði rannsökuð. Sjá einnig: Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Í forsetatíð Rodrigo Duterte í Filippseyjum voru tugir þúsunda íbúa landsins teknir af lífi án dóms og laga. Margir voru skotnir á götu úti vegna ásakana um að þeir væru að selja fíkniefni eða neyta þeirra. Lögregluþjónar bönuðu fjölda fólks en fjölmargir voru myrtir af hópum manna sem ákváðu að taka lögin í hendur og fóru um götur borga og bæja Filippseyja í leit að meintum fíkniefnasölum og neytendum. Sjá einnig: „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Duterte hélt sjálfur út lista yfir stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi. Borgarstjóri sem hann setti á listann var skotinn til bana. Hann lét af embætti árið 2022 og er 79 ára gamall. New York Times birti í janúar viðtal við mann sem sagðist hafa myrt að minnsta kosti fimmtíu manns fyrir Duterte í gegnum árin. Eftir að forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) lýstu því yfir í upphafi 2018 að „fíkniefnastríð“ Duterte væri til rannsóknar sagði forsetinn þáverandi að Filippseyjar myndu segja sig frá Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og kallaði eftir því að fleiri gerðu það sama. Í júlí 2018, eftir að áðurnefnd ályktun var samþykkt af Mannréttindaráðinu, hélt Duterte ræðu þar sem hann sagði íslensku þjóðina gera lítið annað en að borða ís. Hún hefði engan skilning á vandamálum Filippseyja. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte þá og flakkaði hann milli ensku og filipino. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Það var svo í ágúst sama ár þegar Duterte blótaði Íslendingum í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin myndi frjósa í hel. Þá gagnrýndi hann einnig stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof en þetta sagði hann í ræðu sem átti að vera um landbúnað í Filippseyjum. „Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte. „Þessi drullusokkar.“ Seinna í sömu ræðu sagðist hann ekki skilja Íslendinga og kallaði okkur „asna“. „Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ sagði Duterte. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel.“
Filippseyjar Íslandsvinir Erlend sakamál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51 Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51
Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30
Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27
Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51