Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:08 Hildur spurði Daða hvernig tillögum um að fella burtu áminningarákvæði opinberra starfsmanna. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið. Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira