Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 14:17 Elmar Atli Garðarsson er fyrirliði Vestra. vísir/hulda margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í fótbolta, viðurkennir að hafa veðjað á leiki í Bestu deild karla. Hann segist hafa brugðist sjálfum sér og segir að dómstólar KSÍ muni fá mál hans til rannsóknar. Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil. Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil.
Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira