Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 21:32 Einn þeirra þriggja sem fór fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira