Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 13:03 Donatella Versace fyrir miðju ásamt Clooney hjónunum George og Amal á góðgerðarviðburði þeirra í New York árið 2023. EPA-EFE/Eduardo Munoz Alvarez Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace)
Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira