„Vonandi lærum við af þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 21:20 Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR. Vísir/Anton Brink KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“ Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“
Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira