„Vonandi lærum við af þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 21:20 Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR. Vísir/Anton Brink KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“ Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“
Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira