Þetta segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst í gærkvöldi þar sem sjónarvottur taldi sig hafa séð eitthvað, mögulega manneskju í sjónum, og voru björgunarsveitir kallaðar út í kjölfarið.
Rekald fannst í fjöru á leitarsvæðinu seint í gærkvöld og segir Jón mögulegt að það útskýri málið. Lögregla ákvað í framhaldinu að hætta leit um miðnætti og endurmeta stöðuna nú í morgunsárið.
Engar tilkynningar hafa heldur borist um að einhvers sé saknað á svæðinu.