Fótbolti

Sara Björk og fé­lagar hoppuðu upp í þriðja sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér sigrinum í kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér sigrinum í kvöld. @qadsiahwfc

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Al Qadisiya höfðu sætaskipti við Al Shabab í kvöld eftir frábæran útisigur í leik liðanna í sádi-arabísku deildinni.

Al Qadisiya vann leikinn 4-1 en staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Al Qadisiya skoraði þrjú mörk á síðustu 36 mínútum leiksins.

Al Qadisiya komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú með 29 stig eða einu stigi meira en mótherja þeirra í kvöld.

Sara Björk spilaði allan leikinn á miðjunni en hetjur liðsins voru hin brasilíska Adriana og hin kamerúnska Ajara Nchout sem voru báðar með tvö mörk. Nchout átti líka eina stoðsendingu.

Adriana skoraði tvö fyrstu mörkin á 5. og 54. mínútu en Nchout tvö þau síðari á 67. og 76. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×