„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2025 09:01 Óskar segir það hafa skipt miklu máli að geta hitt bjargvætti sína seinna meir, og faðmað þá. Stöð 2 „Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek. Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar en þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað Útlitið var svart Í þættinum rifjar Óskar upp þennan atburð. Hann var búinn að vera á vakt alla nóttina og var kominn upp í koju þegar skyndilega varð allt hljótt. „Vélin drap á sér, og það er nú eitthvað sem maður vill alls ekki að gerist úti á sjó, og allra síst í veðri eins og var þarna. Vélin var fljótlega sett aftur í gang, en hafði ekki afl til þess að vinna neitt, og drap á sér.“ Hann bætir við að útlitið hafi verið allt annað en gott; hann fór upp í brú og þar blasti við Stokksnesið, með brimsköflum og klettum. Sæbjörg hafði verið samskipa Erling KE 140 frá Keflavík. Þegar í stað var kallað í skipið svo hægt væri að koma áhöfninni á Sæbjörgu til hjálpar. Þegar áhöfnin á Erling mætti síðan blöstu við afar krefjandi aðstæður. „Þeir skutu til okkar línu sem við settum í snörpuvír. Hann var dregin yfir Erling og í gegnum gálgann stjórnboðsmegin þannig að það kom ekki alveg beint átak á skipið, beint á stefnið, þannig að átakið var kannski mun meira út af því. Í einhverju brotinu slitnaði síðan vírinn og við byrjuðum strax að flatreka,“segir Óskar. Þorsteinn Árnason var 2. vélstjóri á Sæbjörgu. Hann rifjar upp í þættinum hvernig skipið var stjórnlaust að fara upp í lífshættulegar aðstæður í klettunum. „Mér fannst þetta óþægilegt og ég var eiginlega alveg viss um að við færum þarna upp í grjótið. Við vorum bara með akkerin úti og auðvitað vonaði maður að þau næðu einhvers staðar í fast. Það leit út fyrir að myndum bara fara þarna upp í stórgrýtið.“ Þorsteinn var einn af þeim sem var bjargað úr Sæbjörgu við hrikalegar aðstæður.Stöð 2 Aðspurður um hvað fór í gegnum huga hans á þessu augnabliki segir Óskar að hann hafi ekki beinlínis verið hræddur. „En það var svona einhver ónotatilfinning sem fór um mann. Þegar við vorum búnir að gera allt sem við gátum þá fórum við aftur í til þess að vera í sem minnstri hættu,“ segir hann og lýsir því hvernig öldurnar skelltu á skipinu með gífurlegum krafti. Aðrar aðstæður en úti á rúmsjó Þá segist Þorsteinn hafa verið farinn að undirbúa sig í huganum fyrir það sem myndi taka við. Líklega hef ég orðið hræddur, af því að munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, og ég var alveg skraufþurr. Óskar og hinir hásetarnir voru allir niðri í borðsalnum á meðan skipstjóri, stýrismenn og vélstjórar voru uppi í brú. „Og það verður að segjast alveg eins og er, að þegar þau skilaboð komu niður að björgunarsveitarmenn væru lagðir af stað þá létti manni auðvitað helling. Það var góð tilfinning að vita að þeir væru á leiðinni til okkar,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið öðruvísi aðstæður þarna fyrir innan í brimgarðinum heldur en úti á rúmsjó. Það var heldur engin vél til þess að halda skipinu uppi. Brast í grát Í þættinum er einnig rætt við Arndísi Gestsdóttur, eiginkonu Þorsteins. Hún rifjar upp hvernig það var fyrir hana að frétta af því að maðurinn hennar væri í lífshættu. Hún vann á þessum tíma á leikskóla og var stödd í vinnunni þennan morgun þegar hún fékk símtal frá útgerðarmanninum sem tjáði henni að skipið hefði strandað. Hún hringdi þegar í stað í móður sína og tengdamóður og lét þær vita. „Ég fer svo inn á deild og ætla að byrja að segja starfsfólkinu frá þessu. Og þá náttúrlega bara brest ég í grát.“ Í þættinum rifjar Arndís upp augnablikið þegar henni var tjáð að Sæbjörg hefði strandað.Stöð 2 Mikil svaðilför Óskar rifjar upp að útlitið hafi verið ansi svart á þessari stundu. Þannig að við urðum bara að taka því sem koma skal og og reyna að gera gott úr því sem við höfðum á þeirri stundu. En svo breyttist stefna skipsins og það stefndi að hafnartanganum þarna austan við. Óskar og hinir úr áhöfninni biðu eftir björgun, í myrki, þar sem það voru einungis daufar neyðarlýsingar um borð. Það var kominn gat á botninn og sjór flæddi inn. Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörg var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Það þurfti að koma línu yfir í land, og þegar báturinn fór frá þá slettist línan upp, og fór svo niður aftur, og þá fóru menn í sjóinn. „Þetta var dálítið mikil svaðilför þarna yfir; frá skipi og upp á vörubíl voru hundrað og þrjátíu metrar þannig að þetta var dálítið langt sem að þurfti að draga okkur. Sem gerði það að verkum að kastið varð ennþá meira heldur en það hefði verið stutt á milli okkar. Á milli skipsins og björgunarmannanna var sker og maður hefði getað lent illa á því. Svo endaði skerið og það kom sjór þar fyrir innan og þar lentu sumir í sjónum á leiðinni í land,“ rifjar Óskar upp. Hann hugsaði heim til aðstandenda sinna; eiginkonu sinnar, fjögurra ára sonar síns, foreldra sinna og systkina. Það var enginn hægðarleikur að koma Óskari og hinum úr áhöfninni í land.Stöð 2 Hentist upp í loft Skipverjarnir voru dregnir í land, einn á fætur öðrum. „Í sjálfu sér var feginleiki að komast í stólinn, þá vissi maður að maður var að leiðinni í land,“ segir Óskar. „Þegar ég var kominn yfir skerið þá kom alda á Sæbjörgu og rétti hana upp, þannig að línan slaknaði niður. Ég sá hafflötinn nálgast mig mjög hratt, og var búinn að lyfta upp fótunum eins og ég gat svo ég færi ekki í sjóinn. Ég var kominn alveg niður undir sjó þegar Sæbjörgin datt aftur á stjórnborða og línan strekktist. Þetta gerðist allt á augabragði og maður hentist langar leiðir upp í loft. Þegar línan var orðin alveg strekkt þá snerist brókin upp og ég var bara komin á hvolf. Ég hélt að ég myndi fara alveg allan hringinn en ég datt svo aftur til baka í sömu stellingu, og allan tímann var verið að draga mig. Þegar ég kom að landi tóku á móti mér kröftugir björgunarsveitarmenn.“ Skipstjórinn Ögmundur var sá síðasti sem var dreginn í land. „Það hafði verið ákveðið að hann myndi gefa þeim ljósmerki með vasaljósi þegar hann væri kominn í stólinn, og það leið dálítið langur tími út af því að hann slökkti á öllum tækjum í brúnni áður en hann fór í stólinn. Við fylgdumst mjög spenntir með í rútunni. Svo kom ljósgeislinn; hann var kominn í stólinn og var dreginn í land. Þar með var búið að bjarga öllum mönnunum, í raun og veru á mjög stuttum tíma. Það gekk rosalega vel fyrir sig,“ segir Óskar. Dýrmætt að fá að hitta bjargvættina Aðspurður segir Óskar að það hafi skipt miklu máli að geta hitt bjargvætti sína seinna meir, og faðmað þá. „Af því að maður var alltaf með það í huganum að það væri gaman að hitta þá og geta spjallað við þá. Þetta voru ekki bara einhverjir blautir karlar á fjöruborði á sínum tíma, þetta voru menn sem lögðu sig fram eins og þeir gátu til þess að bjarga mönnum sem þeir höfðu aldrei séð áður. Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns, það er ekki hægt að segja annað.“ Þá lýsir Arndís því jafnframt hversu hrikalegt erfitt það var að bíða; bíða eftir fregnum um hvort maðurinn hennar væri lífs eða liðinn. „Maður var einhvern veginn svo tómur. Ég var ekki að hugsa: „Hvað ef?“ eða „Hvað mun gerast?“ Maður var bara svona tómur. En það var áhrifamikið að hringja í mæður okkar, og systur mína og segja þeim að þeim hefði öllum verið bjargað. En þetta sat svolítið í manni, það var þannig.“ Útkall Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar en þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað Útlitið var svart Í þættinum rifjar Óskar upp þennan atburð. Hann var búinn að vera á vakt alla nóttina og var kominn upp í koju þegar skyndilega varð allt hljótt. „Vélin drap á sér, og það er nú eitthvað sem maður vill alls ekki að gerist úti á sjó, og allra síst í veðri eins og var þarna. Vélin var fljótlega sett aftur í gang, en hafði ekki afl til þess að vinna neitt, og drap á sér.“ Hann bætir við að útlitið hafi verið allt annað en gott; hann fór upp í brú og þar blasti við Stokksnesið, með brimsköflum og klettum. Sæbjörg hafði verið samskipa Erling KE 140 frá Keflavík. Þegar í stað var kallað í skipið svo hægt væri að koma áhöfninni á Sæbjörgu til hjálpar. Þegar áhöfnin á Erling mætti síðan blöstu við afar krefjandi aðstæður. „Þeir skutu til okkar línu sem við settum í snörpuvír. Hann var dregin yfir Erling og í gegnum gálgann stjórnboðsmegin þannig að það kom ekki alveg beint átak á skipið, beint á stefnið, þannig að átakið var kannski mun meira út af því. Í einhverju brotinu slitnaði síðan vírinn og við byrjuðum strax að flatreka,“segir Óskar. Þorsteinn Árnason var 2. vélstjóri á Sæbjörgu. Hann rifjar upp í þættinum hvernig skipið var stjórnlaust að fara upp í lífshættulegar aðstæður í klettunum. „Mér fannst þetta óþægilegt og ég var eiginlega alveg viss um að við færum þarna upp í grjótið. Við vorum bara með akkerin úti og auðvitað vonaði maður að þau næðu einhvers staðar í fast. Það leit út fyrir að myndum bara fara þarna upp í stórgrýtið.“ Þorsteinn var einn af þeim sem var bjargað úr Sæbjörgu við hrikalegar aðstæður.Stöð 2 Aðspurður um hvað fór í gegnum huga hans á þessu augnabliki segir Óskar að hann hafi ekki beinlínis verið hræddur. „En það var svona einhver ónotatilfinning sem fór um mann. Þegar við vorum búnir að gera allt sem við gátum þá fórum við aftur í til þess að vera í sem minnstri hættu,“ segir hann og lýsir því hvernig öldurnar skelltu á skipinu með gífurlegum krafti. Aðrar aðstæður en úti á rúmsjó Þá segist Þorsteinn hafa verið farinn að undirbúa sig í huganum fyrir það sem myndi taka við. Líklega hef ég orðið hræddur, af því að munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, og ég var alveg skraufþurr. Óskar og hinir hásetarnir voru allir niðri í borðsalnum á meðan skipstjóri, stýrismenn og vélstjórar voru uppi í brú. „Og það verður að segjast alveg eins og er, að þegar þau skilaboð komu niður að björgunarsveitarmenn væru lagðir af stað þá létti manni auðvitað helling. Það var góð tilfinning að vita að þeir væru á leiðinni til okkar,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið öðruvísi aðstæður þarna fyrir innan í brimgarðinum heldur en úti á rúmsjó. Það var heldur engin vél til þess að halda skipinu uppi. Brast í grát Í þættinum er einnig rætt við Arndísi Gestsdóttur, eiginkonu Þorsteins. Hún rifjar upp hvernig það var fyrir hana að frétta af því að maðurinn hennar væri í lífshættu. Hún vann á þessum tíma á leikskóla og var stödd í vinnunni þennan morgun þegar hún fékk símtal frá útgerðarmanninum sem tjáði henni að skipið hefði strandað. Hún hringdi þegar í stað í móður sína og tengdamóður og lét þær vita. „Ég fer svo inn á deild og ætla að byrja að segja starfsfólkinu frá þessu. Og þá náttúrlega bara brest ég í grát.“ Í þættinum rifjar Arndís upp augnablikið þegar henni var tjáð að Sæbjörg hefði strandað.Stöð 2 Mikil svaðilför Óskar rifjar upp að útlitið hafi verið ansi svart á þessari stundu. Þannig að við urðum bara að taka því sem koma skal og og reyna að gera gott úr því sem við höfðum á þeirri stundu. En svo breyttist stefna skipsins og það stefndi að hafnartanganum þarna austan við. Óskar og hinir úr áhöfninni biðu eftir björgun, í myrki, þar sem það voru einungis daufar neyðarlýsingar um borð. Það var kominn gat á botninn og sjór flæddi inn. Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörg var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Það þurfti að koma línu yfir í land, og þegar báturinn fór frá þá slettist línan upp, og fór svo niður aftur, og þá fóru menn í sjóinn. „Þetta var dálítið mikil svaðilför þarna yfir; frá skipi og upp á vörubíl voru hundrað og þrjátíu metrar þannig að þetta var dálítið langt sem að þurfti að draga okkur. Sem gerði það að verkum að kastið varð ennþá meira heldur en það hefði verið stutt á milli okkar. Á milli skipsins og björgunarmannanna var sker og maður hefði getað lent illa á því. Svo endaði skerið og það kom sjór þar fyrir innan og þar lentu sumir í sjónum á leiðinni í land,“ rifjar Óskar upp. Hann hugsaði heim til aðstandenda sinna; eiginkonu sinnar, fjögurra ára sonar síns, foreldra sinna og systkina. Það var enginn hægðarleikur að koma Óskari og hinum úr áhöfninni í land.Stöð 2 Hentist upp í loft Skipverjarnir voru dregnir í land, einn á fætur öðrum. „Í sjálfu sér var feginleiki að komast í stólinn, þá vissi maður að maður var að leiðinni í land,“ segir Óskar. „Þegar ég var kominn yfir skerið þá kom alda á Sæbjörgu og rétti hana upp, þannig að línan slaknaði niður. Ég sá hafflötinn nálgast mig mjög hratt, og var búinn að lyfta upp fótunum eins og ég gat svo ég færi ekki í sjóinn. Ég var kominn alveg niður undir sjó þegar Sæbjörgin datt aftur á stjórnborða og línan strekktist. Þetta gerðist allt á augabragði og maður hentist langar leiðir upp í loft. Þegar línan var orðin alveg strekkt þá snerist brókin upp og ég var bara komin á hvolf. Ég hélt að ég myndi fara alveg allan hringinn en ég datt svo aftur til baka í sömu stellingu, og allan tímann var verið að draga mig. Þegar ég kom að landi tóku á móti mér kröftugir björgunarsveitarmenn.“ Skipstjórinn Ögmundur var sá síðasti sem var dreginn í land. „Það hafði verið ákveðið að hann myndi gefa þeim ljósmerki með vasaljósi þegar hann væri kominn í stólinn, og það leið dálítið langur tími út af því að hann slökkti á öllum tækjum í brúnni áður en hann fór í stólinn. Við fylgdumst mjög spenntir með í rútunni. Svo kom ljósgeislinn; hann var kominn í stólinn og var dreginn í land. Þar með var búið að bjarga öllum mönnunum, í raun og veru á mjög stuttum tíma. Það gekk rosalega vel fyrir sig,“ segir Óskar. Dýrmætt að fá að hitta bjargvættina Aðspurður segir Óskar að það hafi skipt miklu máli að geta hitt bjargvætti sína seinna meir, og faðmað þá. „Af því að maður var alltaf með það í huganum að það væri gaman að hitta þá og geta spjallað við þá. Þetta voru ekki bara einhverjir blautir karlar á fjöruborði á sínum tíma, þetta voru menn sem lögðu sig fram eins og þeir gátu til þess að bjarga mönnum sem þeir höfðu aldrei séð áður. Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns, það er ekki hægt að segja annað.“ Þá lýsir Arndís því jafnframt hversu hrikalegt erfitt það var að bíða; bíða eftir fregnum um hvort maðurinn hennar væri lífs eða liðinn. „Maður var einhvern veginn svo tómur. Ég var ekki að hugsa: „Hvað ef?“ eða „Hvað mun gerast?“ Maður var bara svona tómur. En það var áhrifamikið að hringja í mæður okkar, og systur mína og segja þeim að þeim hefði öllum verið bjargað. En þetta sat svolítið í manni, það var þannig.“
Útkall Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira