Við hefjum þó leik í Meistaradeild æskunnar í hestaíþróttum. Bein útsending frá keppni í tölti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Eiðfaxi.
Þá eigast Celtic og Rangers við í stærsta leik hvers árs í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Vodafone Sport klukkan 12:25.
Klukkan 16:00 er svo komið að upphitun fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins á Vodafone Sport áður en bein útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 16:25. Að leik loknum verður honum gerð góð skil, einmitt á Vodafone Sport.
Óhætt er að segja að nóg verði um að vera á Vodafone Sport því klukkan 19:00 er komið að Pennzoil 400 í Nascar áður en Islanders og Panthers eigast við í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 23:35.
Þá mætast Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 2.