Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 18:22 Mark Nelsons, Winsconsin-búi, bíður eftir aðstoð eftir að vöruflutningabíll hans féll á hliðinna vegna mikilla vinda á milliríkjahraðbraut 44. AP Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira