Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 09:15 Tom Cruise og Ana de Armas virðast að minnsta kosti njóta félagsskapar hvors annars, svo mikið er vitað. Vísir/Getty Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025 Hollywood Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025
Hollywood Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira