Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 14:49 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður Lengsta undirbúningstímabils í heimi. stöð 2 sport Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira