„Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2025 13:36 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52