McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 14:04 Rory McIlroy var vel studdur í dag. Getty/Jared C. Tilton Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira