McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 14:04 Rory McIlroy var vel studdur í dag. Getty/Jared C. Tilton Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun. Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira
McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun.
Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira