Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:50 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef gjósa skyldi á næstu dögum yrði það „endurtekið efni Vísir/Arnar Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira