Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 19. mars 2025 08:31 Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslenska óperan Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar