Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 11:12 Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson hafa hvort sinn háttinn á þegar kemur að undirskriftum. Vísir/Vilhelm/Sara Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira