Alveg hættur í fýlu við Heimi Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:33 Heimir Hallgrímsson og Matt Doherty voru báðir kampakátir í Búlgaríu í gær þar sem Írar unnu 2-1 sigur. Samsett/Getty Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Heimir sleppti því að velja Doherty í írska landsliðshópinn fyrir tvo leiki í október, þegar Írinn hafði ekki verið að spila með Wolves, og það fór illa í þennan 33 ára varnarmann sem lét óánægju sína í ljós í fjölmiðlum. Doherty var svo valinn seint í leik í nóvember en er í hópnum sem nú tekst á við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar, eftir að hafa átt fast sæti í liði Wolves að undanförnu. „Augljóslega voru hnökrar hjá okkur í byrjun“ Og Doherty skoraði í góðum 2-1 útisigri Írlands í gærkvöld sem þýðir að Írar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Dublin á sunnudag. Eftir leik var Doherty hress og sagði sambandið við Heimi orðið gott. „Í augnablikinu er allt í góðu. Samband okkar er gott. Augljóslega þá voru hnökrar hjá okkur í byrjun sambandsins en það virðist allt í góðu núna. Við erum báðir yfirvegaðir og njótum þess að vera saman,“ sagði Doherty við RTÉ Sport. Hrósaði Doherty í hástert Heimir talaði svo um Doherty á blaðamannafundi og hrósaði honum í hástert. „Þetta var heilt yfir góð frammistaða í dag. Ég myndi segja að Matt Doherty hafi átt virkilega góðan leik, auk þess að skora eftir stórkostlegt hlaup og mjög hugrakkan skalla,“ sagði Heimir. „Hann átti líka stóran þátt í fyrra markinu okkar, fljótur að hugsa og með snögga sendingu á Robbie Brady fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Heimir og kvaðst vona að Doherty myndi svo spila sinn 50. landsleik á Írlandi á sunnudaginn. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Heimir sleppti því að velja Doherty í írska landsliðshópinn fyrir tvo leiki í október, þegar Írinn hafði ekki verið að spila með Wolves, og það fór illa í þennan 33 ára varnarmann sem lét óánægju sína í ljós í fjölmiðlum. Doherty var svo valinn seint í leik í nóvember en er í hópnum sem nú tekst á við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar, eftir að hafa átt fast sæti í liði Wolves að undanförnu. „Augljóslega voru hnökrar hjá okkur í byrjun“ Og Doherty skoraði í góðum 2-1 útisigri Írlands í gærkvöld sem þýðir að Írar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Dublin á sunnudag. Eftir leik var Doherty hress og sagði sambandið við Heimi orðið gott. „Í augnablikinu er allt í góðu. Samband okkar er gott. Augljóslega þá voru hnökrar hjá okkur í byrjun sambandsins en það virðist allt í góðu núna. Við erum báðir yfirvegaðir og njótum þess að vera saman,“ sagði Doherty við RTÉ Sport. Hrósaði Doherty í hástert Heimir talaði svo um Doherty á blaðamannafundi og hrósaði honum í hástert. „Þetta var heilt yfir góð frammistaða í dag. Ég myndi segja að Matt Doherty hafi átt virkilega góðan leik, auk þess að skora eftir stórkostlegt hlaup og mjög hugrakkan skalla,“ sagði Heimir. „Hann átti líka stóran þátt í fyrra markinu okkar, fljótur að hugsa og með snögga sendingu á Robbie Brady fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Heimir og kvaðst vona að Doherty myndi svo spila sinn 50. landsleik á Írlandi á sunnudaginn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira