Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 19:15 Finnur Freyr stýrir Val í bikarúrslitum við KR á morgun en árið 2018 horfði hann vonleysisaugum á þáverandi lið sitt KR skíttapa í bikarúrslitum. Vísir/Samsett Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira
Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira