Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 19:15 Finnur Freyr stýrir Val í bikarúrslitum við KR á morgun en árið 2018 horfði hann vonleysisaugum á þáverandi lið sitt KR skíttapa í bikarúrslitum. Vísir/Samsett Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik