„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 14:30 Finnur Freyr vonast eftir öðrum bikarmeistaratitlinum með Val, og þeim fjórða í heildina. Vísir / Diego „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira