Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 21:24 Frans páfi hefur verið á spítala frá 14. febrúar og var þar á tímabili í bráðri lífshættu. AP/Andrew Medichini Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið. Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira
Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið.
Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira
Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34
Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05